Kate Abdo sjónvarpskona segir að henni hafi sárnað þegar Jamie Carragher sakaði hana í gríni um að vera að halda framhjá maka sínum í beinni útsendingu.
Atvikið átti sér stað í beinni útsendingu hjá CBS í Bandaríkjunum á dögunum. Carragher sagði að Abdo væri ekki alltaf að spila á heimavelli.
„Það sem Jamie sagði kom upp úr þuru, þetta var bara ein lína. Þetta átti að vera fyndið, stundum hitta þessir brandarar í mark og stundum ekki,“ segir Abdo í dag.
„Þessi hitti ekki á markið, mér sárnaði þetta. Við höfum samt rætt þetta og haldið áfram. Þetta er í góðu í dag.“
Malik Scott unnusti Abdo var reiður og sagði að ef Carragher myndi haga sér svona aftur þá myndi hann taka í hann, Scott er boxari.
„Malik vill ekki berja Jamie, það er allt í góðu lagi. Ég skil vel hvað Malik átti við.“
„Hann sagðist vilja taka samtalið maður á mann ef einhver svona ummæli kæmu aftur fyrir.“