fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 07:30

Kate Abdo. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kate Abdo sjónvarpskona segir að henni hafi sárnað þegar Jamie Carragher sakaði hana í gríni um að vera að halda framhjá maka sínum í beinni útsendingu.

Atvikið átti sér stað í beinni útsendingu hjá CBS í Bandaríkjunum á dögunum. Carragher sagði að Abdo væri ekki alltaf að spila á heimavelli.

„Það sem Jamie sagði kom upp úr þuru, þetta var bara ein lína. Þetta átti að vera fyndið, stundum hitta þessir brandarar í mark og stundum ekki,“ segir Abdo í dag.

„Þessi hitti ekki á markið, mér sárnaði þetta. Við höfum samt rætt þetta og haldið áfram. Þetta er í góðu í dag.“

Malik Scott unnusti Abdo var reiður og sagði að ef Carragher myndi haga sér svona aftur þá myndi hann taka í hann, Scott er boxari.

„Malik vill ekki berja Jamie, það er allt í góðu lagi. Ég skil vel hvað Malik átti við.“

„Hann sagðist vilja taka samtalið maður á mann ef einhver svona ummæli kæmu aftur fyrir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“