Leikmenn Portsmouth og stuðningsmenn skemmtu sér helst til of vel á þriðjudaginn þegar ljóst var að liðið væri komið upp úr þriðju deild fótboltans á Englandi.
Portsmouth hefur farið í gegnum dimma dali eftir mörg ár í ensku úrvalsdeildinni þar sem liðið gerði oft vel.
Nú er liðið aftur komið upp í næst efstu deild og fóru leikmenn og stuðningsmenn saman á O’Neill’s knæpuna við hlið heimavallarins í gærkvöld.
This is the state O'Neill's pub near to Portsmouth’s ground was in this morning after the promotion party last night.
— Football Away Days (@FBAwayDays) April 17, 2024
Segja má að allt hafi farið úr böndunum þar og er O’Neill’s staðurinn í henglum eftir skemmtunina þar sem drukkið var og sungið langt fram eftir nóttu.
Joe Rafferty leikmaður Portsmouth vaknaði eflaust þunnur en hann girti niðrum sig í miðri ræðu og klíndi rassi sínum í glerið.
Portsmouth’s Marlon Pack was doing a speech after their promotion…
And then Joe Rafferty decided to…interrupt it… 😅🤣
pic.twitter.com/uHt3b39ZBr— Second Tier podcast (@secondtierpod) April 17, 2024