Ivan Toney framherji Brentford vill þéna meira en Bruno Fernandes gangi hann í raðir Manchester United í sumar. Ensk götublöð halda þessu fram.
Toney sem er líklegur til þess að fara í sumar en Arsenal, Manchester United og fleiri lið eru sögð hafa áhuga.
United er kostur á borði Toney en hann er sagður vilja vera launahæsti leikmaður félagsins fari hann þangað.
Laun leikmanna United lækka um 25 prósent í sumar en ljóst er að liðið verður ekki í Meistaradeild Evrópu.
Þannig mun Bruno Fernandes þéna 250 þúsund pund á viku á næstu leiktíð og vill Toney fá meira, ólíklegt er að United borgi honum slík laun.