Peter Hall blaðamaður í Englandi segir að Jadon Sancho loki ekki á það að snúa aftur til Manchester United ef eitthvað breytist þar.
Hall segir að forsendan fyrir því sé þó að Erik ten Hag verði rekinn úr starfi knattspyrnustjóra, á því eru ágætis líkur.
Sancho var lánaður til Borussia Dortmund í janúar eftir að hafa verið settur til hliðar af Ten Hag eftir deilur þeirra.
Sir Jim Ratcliffe sem stýrir United í dag er líklegur til þess að reka Ten Hag í sumar eftir mjög slaka spilamennsku á þessu tímabili.
Sancho hefur átt fína spretti með Dortmund og var í byrjunarliðinu þegar liðið komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar í gær.