KR tekur á móti Fram í næstu umferð Bestu deildar karla. Vegna vallaraðstæðna fer leikurinn þó ekki fram í Vesturbænum heldur á heimavelli Þróttar R.
Þetta var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar hér á 433.is. KR hefur verið funheitt í upphafi leiktíðar og unnið fyrstu tvo leiki sína.
„Það er náttúrulega djöfullegt fyrir KR-inga að fá heimaleik eftir þessa tvo sigra í fyrstu umferðinni og þurfa að spila hann á gervigrasinu í Laugardal,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.
Rúnar Kristinsson, goðsögn KR, er að mæta sínu fyrrum félagi en hann tók við Fram í haust.
„Mér finnst það sorglegasta í þessu að við fáum ekki að sjá heimkomu Rúnars í Vesturbæinn. Sú sögulína er farin út um gluggann,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.