ÍA, KR og FH áttu öll heimaleiki í næstu umferð. ÍA mun spila sinn leik inni í Akraneshöllinni í stað þess að spila á sínum grasvelli, KR spilar á heimavelli Þróttar, sem er með gervigrasi og FH víxlaði á heimaleikjum við HK. Sá leikur fer því fram í Kórnum.
„Ég er á þeirri skoðun að gras er fullreynt í Bestu deild karla ef það á að spila mótið svona. Það er ömurlegt fyrir mótið að FH spili ekki heimaleik fyrr en í fimmtu umferð,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum, en mótið hefur aldrei byrjað eins snemma.
Helgi tók í sama streng.
„Við erum alltaf að reyna að hækka standardinn og mér finnst það amatöralegt að vera að færa heimaleiki til, færa leiki inn í hallir, að lið spili ekki heimaleik fyrr en í fimmtu umferð og fái þá fullt af heimaleikjum í röð í seinni hlutanum. Þetta er bara eitthvað sem á heima í fortíðinni. Við þurfum að gervigrasvæða allt draslið ef við ætlum að byrja þetta mót svona snemma,“ sagði hann ómyrkur í máli.