Segja má að meistaraheppni hafi verið yfir sigri Víkinga er liðið heimsótti sterkt lið Fram á útivöll í Bestu deild karla í gær.
Framrar töldu sig hafa komist yfir á elleftu mínútu leiksins þegar Alex Freyr Elísson setti knöttinn í netið, Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins tók það hins vegar af. Erfitt var að sjá á hvað Jóhann var að dæma.
Í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær var farið yfir mistök Jóhanns og erfitt var að sjá hvað hann sá.
„Mér finnst allt í lagi að gera mistök en þú átt ekki að sjá ofsjónir. Ofsjónir er kannski ekki rétta orðið. Þú átt ekki að sjá hendi ef boltinn fer ekki í höndina,“ sagði Guðmundur Benediktsson í þættinum.
Atvikið má sjá hér að neðan.