Werder Bremen hefur sett Naby Keita í bann út tímabilið og þá fær hann væna sekt. Ástæðan er sú að hann mætti ekki í leik um helgina.
Keita fékk að vita það að hann yrði ekki í byrjunarliði Bremen gegn Bayer Leverkusen á sunnudag.
Keita neitaði að fara með liðinu í rútuna og ákvað frekar að halda heim á leið og við þetta eru forráðamenn félagsins ekki sáttir.
Clemens Fritz yfirmaður knattspyrnumála er ekki sáttur. „Við sem félag getum ekki tekið svona hegðun eins og frá Naby Keita,“ segir Fritz.
„Hann ákveður að setja sjálfan sig ofar en liðið þegar við erum í vandræðum eftir slakt gengi undanfarið. Við getum ekki leyft þetta.“
„Við þurfum fulla einbeitingu á tímabilið og hafa lið sem stendur saman. Við höfum engan annan kost en að setja hann til hliðar.“
Keita kom frítt til Weder Bremen frá Liverpool síðasta sumar en þar átti hann erfiða tíma vegna meiðsla