Ef úrslit knattspyrnuleikja réðust á tölfræði þá væri Manchester Untied í fallbaráttu á Englandi á þessu tímabili.
Það er tölfræðiveitan Stats Perform sem tekur saman, um er að ræða Xg tölfræðina úr hverjum einasta leik á tímabilinu.
Xg er tölfræði sem heldur utan um mörk sem lið ættu að skora miðað við færi sem þau skapa sér.
Miðað við þá tölfræði þá væri Arsenal á toppnum en Manchester City þar rétt á eftir. Chelsea væri í Meistaradeildarsæti.
Manchester United væri hins vegar í enn verri málum en liðið er í dag.