Frank Lampard hefur hafnað því að taka við landsliði Kanada en viðræður um slíkt höfðu staðið yfir.
Telegraph segir frá þessu en forráðamenn landsliðsins vildu fá Lampard til starfa.
Eftir nokkuð langt ferli ákvað Lampard að hafna starfinu þar sem hann vill ekki taka við landsliði strax.
Lampard var rekinn frá Everton á síðustu leiktíð en tók svo tímabundið við Chelsea út tímabilið.
Hann hefur nú verið atvinnulaus í tæpt ár en skoðar nú kosti sína og hvað skal gera en Kanada þarf að leita annað.