Jesse Marsch fyrrum þjálfari Leeds segir að allt skipulag og samheldni innan Manchester United sé í rúst. Þetta hefur hann eftir vini sínum Ralph Rangnick.
Rangnick stýrði United fyrir tæpum tveimur árum en hann tók tímabundið við áður en Erik ten Hag var ráðinn til starfa.
Rangnick var duglegur að ræða um vandamál United og vildi gera breytingar en í þær var ekki vel tekið, svo fór að Rangnick var ekki ráðinn ráðgjafi félagsins eins og planið var.
„Frá samtölum mínum við Ralph og aðra starfsmenn félagsins þá er nánast enginn samvinna í félaginu,“ segir March.
„Samtalið við útsendara, þá sem eru yfir fótboltanum, þeim sem ráða hjá félaginu er ekkert. Þess vegna leið þeim eins og það væri enginn framtíð þarna.“
Hann segir margt að hjá Manchester United í öllu skipulagi.
„Hjá bestu félögunum, að allir skilji hvert félagið vill fara og hvert það vill fara. Að allir séu með aga til að gera það sama alla daga, það verður til þess að félag getur náð langt.“
„Horfandi utan frá og miðað við það sem ég hef heyrt er það eitthvað sem United hefur tapað.“
Jesse Marsch revealed what Ralph Rangnick told him about the state of MUFC. It is a DAMNING report of how badly the backroom structure and cohesion need to be overhauled.
So much was revealed during and because of Rangnicks tenure at MUFC. We have a lot to be thankful to him… pic.twitter.com/CMOfJIbqgo
— Man United Fan Club (@manufcnow) April 15, 2024