fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Arsenal vill manninn sem sökkti þeim á sunnudag – Þetta gerir þeim þó erfitt fyrir

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, er mikill aðdáandi Ollie Watkins hjá Aston Villa en það gæti þó verið flókið að klófesta kappann í sumar. Daily Mail fjallar um málið.

Watkins er að eiga frábært tímabil með Villa. Hann er kominn með 19 mörk og 10 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni og skoraði til að mynda í 0-2 sigri á Arsenal um helgina, tapi sem gæti haft mikið að segja í titilbaráttu Arsenal við Manchester City og Liverpool.

Arteta hefði ekkert á móti því að fá mann eins og Watkins í sitt lið en samkvæmt Daily Mail gæti það reynst erfitt þar sem sóknarmaðurinn kostar 70 milljónir punda þrátt fyrir að hann verði 29 ára gamall á árinu. Ekki er víst að æðstu menn Arsenal samþykki það.

Það þykir þó nokkuð líklegt að Skytturnar reyni að fá til sín framherja í sumar en Ivan Toney hefur til að mynda verið orðaður við félagið einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona