Cristiano Ronaldo skrifaði undir einn stærsta samning í sögu íþrótta undir lok árs 2022 þegar hann gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu.
Það má segja að koma Ronaldo hafi markað nýtt upphaf í sádiarabíska boltanum en fjöldi stórstjarna fylgdi þangað í kjölfarið fyrir ansi háar fjárhæðir.
Það er þó Ronaldo sem þénar mest en hann er með 177 milljónir punda í árslaun hjá Al-Nassr.
Það þýðir að hann er með rúmlega 3,4 milljónir punda á viku, sem gera alls 228 milljónir punda frá því hann skrifaði undir. Það eru rúmir 40 milljarða íslenskra króna.
Hinn 39 ára gamli Ronaldo virðist hvergi nærri hættur en hann er samningsbundinn í Sádí út næstu leiktíð.