Forráðamenn Arsenal höfðu samband við stjórnendingu X-ins um helgina til að fá færslur um Bukayo Saka fjarlægðar af síðunni.
Saka varð fyrir kynþáttafordómum af nafnlausum aðgöngum á X-inu um helgina en hann hefur ítrekað lent í slíku.
Arsenal tapaði 0-2 gegn Aston Villa á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Arsenal hefur undanfarið verið að setja meiri kraft í að hafa upp á þeim sem eru með rasisma í garð leikmanna.
Þannig voru átján stuðningsmenn félagsins settir í bann frá heimaleikjum á síðustu leiktíð vegna hegðunar sinnar.
Lögreglan í London er með í ráðume en undanfarið hefur arsenal unnið með Signify sem er með gervigreind til að hjálpa til við að reyna að hafa upp á rasistunum.