Fram 0 – 1 Víkingur:
Erlingur Agnarsson (´64)
Segja má að meistaraheppni hafi verið yfir sigri Víkinga er liðið heimsótti sterkt lið Fram á útivöll í Bestu deild karla í kvöld.
Framrar töldu sig hafa komist yfir á elleftu mínútu leiksins þegar Alex Freyr Elísson setti knöttinn í netið, Jóhann Ingi Jónsson dómari leiksins tók það hins vegar af. Erfitt var að sjá á hvað Jóhann var að dæma.
Erlingur Agnarsson skoraði eina mark leiksins eftir rúma klukkustund þegar hann setti boltann af krafti í netið frá hægri, Ólafur Íshólm Ólafsson hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að verja skotið.
Framarar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta þegar Guðmundur Magnússon féll í teignum en Jóhann Ingi Jónsson var ekki á þeim buxunum.
Víkingur hefur oft spilað betur en í dag en liðið barðist fyrir sínu og fékk nokkra dóma með sér sem hjálpuðu til.
Lokastaðan 0-1 sigur Víkings sem eru þá með fullt hús stiga eftir tvo leiki en Fram er með þrjú stig eftir leikina tvo.