Það eru allar líkur á því að Eyþór Wöhler sé á förum frá liði Breiðabliks áður en glugginn hér heima lokar.
Þetta staðfesti Halldór Árnason, þjálfari Blika, eftir leik liðsins við Vestra í Bestu deildinni í dag.
Það er Fótbolti.net sem greinir frá en Eyþór var ekki í leikmannahópnum er Blikar unnu 4-0 sigur.
,,Sennilega er hann að fara,“ sagði Halldór eftir leik en viðtalið í heild sinni má lesa hér.
Eyþór hefur verið á mála hjá Blikum í um tvö ár en var einnig lánaður til HK á síðustu leiktíð og hefur ekki náð að vinna sér inn byrjunarliðssæti á Kópavogsvelli.
Hann kom til Breiðabliks frá ÍA og er orðaður við endurkomu en KR er líka talið hafa mikinn áhuga.