Arsenal 0 – 2 Aston Villa
0-1 Leon Bailey(’84)
0-2 Ollie Watkins(’87)
Liverpool var ekki eina liðið sem missteig sig í toppbaráttunni á Englandi í dag eftir leik við Crystal Palace.
Arsenal gat komist á toppinn nú í kvöld og nýtt sér það að Palace hafi unnið Liverpool 1-0 á Anfield.
Arsenal tapaði þó óvænt á Emirates og er Aston Villa að vinna sér inn þrjú mikilkvæg stig í Meistaradeildarbaráttu.
Bæði mörk Villa voru skoruð undir lok leiks og situr liðið í fjórða sæti með 63 stig, tíu stigum frá toppnum.