HK 0 – 4 ÍA
0-1 Arnór Smárason(’52)
0-2 Viktor Jónsson(’60)
0-3 Viktor Jónsson(’66)
0-4 Viktor Jónsson(’70)
ÍA vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti HK í Kórnum í annarri umferð.
Það var rólegt yfir leiknum í fyrri hálfleik en HK missti mann af velli er 41 mínúta var komin á klukkuna.
Þorsteinn Aron Antonsson fékk að líta rautt spjald og ljóst að seinni hálfleikur yrði erfiður fyrir heimamenn.
ÍA nýtti sér þessi mistök frábærlega og skoraði fjögur mörk í seinni til að tryggja sannfærandi útisigur.
Viktor Jónsson gerði þrennu á tíu mínútum en Arnór Smárason skoraði fyrsta markið.