fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Hjörvar ræðir vaxandi vandamál sem hann telur fólk skauta framhjá – „Þetta er ekkert annað en þjófnaður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 13. apríl 2024 07:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi Dr. Football, opnaði á ansi athyglisverða umræðu í nýjasta þættinum sínum um ólögleg streymi frá íþróttaviðburðum. Hann telur þetta stórt og vaxandi vandamál og veltir því upp hvort ekki hægt sé að bregðast við því.

Hjörvar starfaði lengi á Stöð 2 Sport og þá tók hann þátt í að reka streymisveituna Viaplay. Hann þekkir þessi mál því af eigin hendi.

„Ég tók þátt í því að reka Viaplay og þessar streymisveitur eru í erfiðleikum. Ég fór og heimsótti heiðarlegasta mann sem ég hef kynnst á ævinni um daginn. Hann var búinn að setja upp IPTV heima hjá sér með öllum sjónvarpsstöðvum í heiminum,“ sagði Hjörvar.

„Ég get ekki ímyndað mér annað en að Stöð 2 Sport, Síminn, allir séu að tapa ógeðslega miklum peningum á þessu. Ég skil ekki, ef það á ekki að fara að gera neitt í þessum málum, af hverju ætti maður þá að fara á fullu í eitthvað útboð? Ef ég væri með eitthvað fyrirtæki, af hverju ætti ég að setja fjóra milljarða í enska boltann ef allir ætla svo bara að stela honum í gegnum eitthvað sjóræningjadæmi?“

Hjörvar bendir á að fólk hafi ekki nokkrar áhyggjur af því að sýna frá því opinberlega að það horfi á íþróttir með ólöglegum leiðum.

„Fólk birtir myndir á samfélagsmiðla þar sem maður sér erlenda stöð í horninu. Á ekkert að gera í þessum málum eða er bara frábært að geta nálgast þetta ameríska efni? Eins og staðan er núna í enska boltanum ertu þá bara að keppa við Sky, NBC, BeIn og hvað þetta heitir allt saman.“

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum, velti því upp hvort stórar sektir séu lausnin.

„Hvað á að gera í þessu? Finna einhvern einn og gefa honum risasekt? Þá kannski verða hinir smeykir.“

Hjörvar tók til máls á ný.

„Þetta er ekkert annað en þjófnaður. Ímyndið ykkur ef allir myndu fá sér Stöð 2 Sport og Símann í gegnum svoleiðis. Af hverju ætti þá einhver að halda áfram að bjóða í þessa rétti? Fótbolti í dag er drifinn áfram á sjónvarpsréttum. Besta deildin er búin að vera ef enginn býður í sjónvarpsréttinn, ef hann verður bara verðlaus því það eru hvort sem er allir að stela þessu.

Ég held við séum komnir á smá krossgötur núna. Þeir voru að ræða í Ameríku að þjófnaður sé að kosta deildirnar í kringum 40-50 milljarða dollara. Það verður mjög áhugavert að sjá hvort það sé einhver áhugi fyrir að gera eitthvað í þessum málum. Þeir sem standa í þessu hafa alla mína samúð. Ég held að þetta sé rosalegt vandamál sem allir eru að skauta framhjá,“ sagði hann um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Í gær

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu