Miðjumaðurinn Adrien Rabiot er búinn að ákveða það að hann ætli að yfirgefa lið Juventus í sumar.
Frá þessu greina ýmsir miðlar en nefna má Calciomercato á Ítalíu sem segir að Rabiot sé á förum eftir tímabilið.
Rabiot hefur spilað með Juventus frá árinu 2019 en hann hefur margoft verið orðaður við Manchester United á Englandi.
Juventus hefur gefist upp á að reyna að framlengja samning Rabiot sem verður laus allra mála í sumar.
Greint er frá því að United hafi mikinn áhuga á að semja við Rabiot en Newcastle hefur einnig blandað sér í baráttuna.