Stuðningsmenn Liverpool voru sérstaklega pirraðir á einum leikmanni liðsins eftir tapið gegn Atalanta í Evrópudeildinni í gær.
Mikill pirringur var í stuðningsmönnum Liverpool eftir leik, sem lauk með 0-3 sigri Atalanta. Eru þeir margir hverjir komnir með nóg af færanýtingu Darwin Nunez, framherja síns.
Ummæli stuðningsmanna Liverpool eftir leik voru tekin saman í enskum miðlum.
„Nunez mun aldrei breytast. Þetta er ekki áreiti, ég er bara að segja ykkur að hann muni ekki breytast,“ sagði einn netverjinn.
„Ég trúi ekki því sem ég er að sjá frá Nunez,“ skrifaði annar og enn fleiri tóku til máls.
„Nunez er svo heimskur. Hann gerir eiginlega aldrei það rétta. Ég veit ekki hvernig þú átt að þjálfa einhvern eins og hann.“