Þann 7. júní mætir Ísland Englandi á Wembley í London. Leikurinn hefst klukkan 19:45 að staðartíma. Miðaverð er 9.677 krónur og er miðasala hafin á Tix.is. KSÍ mun senda miða á kaupendur eins fljótt og hægt er.
Samkvæmt reglum Wembley þurfa börn að hafa náð tveggja ára aldri til að mega mæta á völlinn. Einnig eru strangar reglur um bakpoka sem við hvetjum stuðningsmenn Íslands til að kynna sér vel.
Þann 10. júní mætir Ísland Hollandi á Feyenoord Stadium De Kuip í Rotterdam. Leikurinn hefst klukkan 20:45 að staðartíma. Miðaverð er 6.787 krónur og er miðasala hafin á Tix.is. KSÍ mun senda miða á kaupendur eins fljótt og hægt er.