2. umferð Bestu deildar karla hefst á föstudag með stórleik umferðarinnar þegar KR heimsækir Stjörnuna í Garðabæ. Ljóst er að pressan er á heimamönnum í þeim leik.
Stjarnan sem er til alls líklegt í sumar tapaði nokkuð sannfærandi gegn Víkingi í fyrstu umferð deildarinnar.
Liðið má ekki við því að vera sex stigum á eftir liðum sem Stjarnan vill máta sig við eftir aðeins tvær umferðir. Sóknarleikur KR var öflugur í fyrstu umferð en liðið gaf mörg færi á sig í 4-3 sigri á Fylki.
Líklegt verður að teljast að Breiðablik, Valur og Víkingur vinni sína leiki í annari umferð og verði með sex stig í pokanum eftir tvær umferðir.
Stjarnan fékk erfiðustu byrjun allra í mótinu en eftir leikinn á móti KR er það leikur gegn ógnarsterku liði Vals.
Pressan verður líka alls ráðandi á Akureyri þar sem FH heimsækir KA, liðið sem tapar þeim leik er komin með bakið upp við vegg eftir tvær umferðir. FH gætu lent í því að vera stigalausir eftir tvo leiki og KA gæti endað með aðeins eitt stig eftir tvo heimaleiki.
2. umferð:
Stjarnan – KR
Breiðablik – Vestri
KA – FH
HK – ÍA
Fylkir – Valur
Fram – Víkingur