fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Gríðarleg pressa á þremur liðum strax í annari umferð

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 12:20

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

2. umferð Bestu deildar karla hefst á föstudag með stórleik umferðarinnar þegar KR heimsækir Stjörnuna í Garðabæ. Ljóst er að pressan er á heimamönnum í þeim leik.

Stjarnan sem er til alls líklegt í sumar tapaði nokkuð sannfærandi gegn Víkingi í fyrstu umferð deildarinnar.

Liðið má ekki við því að vera sex stigum á eftir liðum sem Stjarnan vill máta sig við eftir aðeins tvær umferðir. Sóknarleikur KR var öflugur í fyrstu umferð en liðið gaf mörg færi á sig í 4-3 sigri á Fylki.

Líklegt verður að teljast að Breiðablik, Valur og Víkingur vinni sína leiki í annari umferð og verði með sex stig í pokanum eftir tvær umferðir.

Stjarnan fékk erfiðustu byrjun allra í mótinu en eftir leikinn á móti KR er það leikur gegn ógnarsterku liði Vals.

Pressan verður líka alls ráðandi á Akureyri þar sem FH heimsækir KA, liðið sem tapar þeim leik er komin með bakið upp við vegg eftir tvær umferðir. FH gætu lent í því að vera stigalausir eftir tvo leiki og KA gæti endað með aðeins eitt stig eftir tvo heimaleiki.

2. umferð:
Stjarnan – KR
Breiðablik – Vestri
KA – FH
HK – ÍA
Fylkir – Valur
Fram – Víkingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona