fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Velta því upp hvort koma Gylfa Þórs gæti haft þennan vanda í för með sér

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla á Stöð 2 Sport í gær, veltu menn því upp hvort leikmenn Vals hefðu lagt of mikla áherslu á að koma boltanum á Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum gegn ÍA í fyrstu umferð deildarinnar.

Eins og flestir vita gekk Gylfi í raðir Vals á dögunum og skoraði hann í 2-0 sigri á ÍA í sínum fyrsta alvöru leik.

„Einhverjir vildu meina að samherjar Gylfa væru sumir hverjir að reyna of mikið. Fannst ykkur þetta vera vandamál í leiknum?“ spurði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni.

Ólafur Jóhannesson tók þá til máls.

„Mér fannst eins og Valsararnir væru að reyna að finna Gylfa til að leyfa honum að skora. Mér fannst Aron og Jónatan Ingi eiga möguleika á að skjóta á markið en leita að honum frekar.

En ef þú vilt fá hann til að skjóta á markið þá er mjög skynsamlegt að láta Gylfa gera það. Ég held að Valsliðið eiga bara eftir að slípast. Það er feykilega gaman að fá hann í deildina,“ sagði Ólafur léttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans
433Sport
Í gær

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð