Tveir svakalegir leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í kvöld en í leikjunum tveimur voru tíu mörk skoruð, þar sex á Santiago Bernabeu. Um var að ræða fyrri leikina í átta liða úrslitum.
Manchester City heimsótti Real Madrid á Spáni í rosalegum leik þar sem gestirnir komust í tvígang yfir.
Stop that Phil Foden. pic.twitter.com/zkXFhVQtpg
— Stop That Football (@stopthatfooty) April 9, 2024
City byrjaði leikinn með látum þar sem Bernardo Silva skoraði beint úr aukaspyrnu en Ruben Dias varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Staðan 1-1 eftir tólf mínútna leik.
Tveimur mínútum síðar skoraði Rodrygo og Real Madrid var komið yfir á heimavelli og þannig var staðan í hálfleik.
Gvardiol wtf what are these goals in this game 😭😭😭
— Janty (@CFC_Janty) April 9, 2024
Í síðari hálfleik sótti City í sig veðrið og Phil Foden jafnaði leikinn með mögnuðu skoti, það var svo Josko Gvardiol sem kom City yfir með þrumuskoti fyrir utan teig. Hann hamraði í boltann með hægri fætinum sem er hans verri fótur og boltinn endaði í netið.
Fallegasta mark leiksins var svo líklega skorað á 79. mínútu þegar Federico Valverde þrumaði knettinum í netið. Lokastaðan 3-3 jafntefli fyrir seinni leikinn á Englandi.
VALVERDE WHAT A GOAL 🤯
This game only giving us banger goals 😭
— Janty (@CFC_Janty) April 9, 2024