fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

ISIS hótar árásum í kvöld og á morgun – „Drepum þau öll“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa hótað að láta til skarar skríða á einhverjum leikja í Meistaradeild Evrópu í kvöld eða á morgun.

Þetta kemur fram í nýrri færslu samtakanna sem erlendir miðlar vekja nú athygli á. Þar er mynd af ISIS-meðlim haldandi á AK47 riffli með alla leikvanga sem eiga að hýsa leiki í Meistaradeildinni í kvöld og á morgun í bakgrunn. Með fylgja skilaboðin: „Drepum þau öll.“

Spænskir miðlar segja að yfirvöld í Madríd, þar sem tveir leikjanna fara fram, séu þegar farin að gera öryggisráðstafanir og má búast við að borgirnar sem hýsa hina leikina, London og París, geri slíkt hið sama.

Þess má geta að ISIS hafði í sambærilegum hótunum fyrir leik Bayern Munchen og Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni á dögunum. Ekkert varð af árás þá.

8-liða úrslit Meistadeildar Evrópu hefjast í kvöld. Arsenal tekur á móti Bayern Munchen og Real Madrid tekur á móti Manchester City. Á morgun tekur PSG svo á móti Barcelona og Atletico Madrid á móti Dortmund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“

Guardiola borðar og sefur illa: ,,Ég geri mikið af mistökum“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham

Liverpool verður án Slot gegn Tottenham
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus

Mikael skoraði í mjög svekkjandi jafntefli gegn Juventus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Í gær

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag