fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Ana Maria segir frá því að hún hafi átt kærasta í eitt ár – Fylgjendur hennar margir reiðir

433
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ana Maria Markovic leikmaður Grasshoppers í Sviss hefur sagt frá því að hún eigi kærasta, hefur þetta farið illa í fylgjendur hennar.

Ana Maria er oft nefnd fegursta knattspyrnukona í heimi. Ana segir frá því að hún og Tomas Ribeiro séu búin að vera par í eitt ár.

Hún vildi hins vegar halda því frá sviðsljósinu til að byrja með en Ana kemur frá Króatíu.

Ana Maria er 24 ára gömul og hefur verið orðuð við lið á Englandi. Enska pressan talar um hana sem fallegustu fótboltakonu í heimi.

Ana Maria kveðst þreytt á því að þurfa alltaf að tala um útlit sitt þegar áhugi hennar er fyrst og síðast á því að vera frábær knattspyrnukona.

„Munurinn á körlum og konum er mikill, ef ég er í mynd á bikiní eða Erling Haaland er á sundskýlu. Það er öruggt að hann fær engar athugasemdir um útlit sitt frá karlrembum,“ segir Ana Maria sem er landsliðskona Króatíu.

Ana Maria segir að það fari ekki í taugarnar á sér þegar talað er um hana sem fallega en þegar talað er um kynþokka þá finnst henni of langt gengið.

„Ég hef ekkert á móti greinum sem tala um mig sem fallegustu knattspyrnukonu í heimi eða eina af þeim fallegustu. Það gleður mig þegar ég er sögð falleg,“ segir Ana Maria.

„Það eru hins vegar greinar sem tala um mig sem kynþokkafyllstu fótboltakonu í heimi. Það situr bara ekki vel í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búnir að finna eftirmann Tudor

Búnir að finna eftirmann Tudor
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn

Lögreglan fer með í lið og fólk sem notar ólögleg streymi gæti fengið heimsókn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“

Er í fangelsi fyrir nauðgun og ræðir málin í fyrsta sinn – „Ég fæ enga sérmeðferð og vinn við það sama og aðrir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“

Þorgrímur teiknar upp dökka mynd af metnaði fyrir konum í Úlfarsárdal – „Teljum okkur ekki hafa neinn annan kost en að víkja öll frá þessu“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans

Lést eftir að hafa dottið á búðarglugga um helgina – Glerbrot stakkst inn í kvið hans
433Sport
Í gær

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni

Ekki ólíklegt að næsta starf Rodgers verði í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð