Manchester City og Lucas Paqueta hafa komist að samkomulagi um kjör leikmannsins að sögn Foot Mercato.
Paqueta er á mála hjá West Ham en City hefur lengi haft augastað á honum. Félagið var nálægt því að landa leikmanninum í fyrra á 85 milljónir punda en hættu skyndilega við vegna rannsóknar á mögulegum brotum hans á veðmálareglum.
Nú er City hins vegar mætt að borðinu á ný og sem fyrr segir er munnlegt samkomulag sagt í höfn.
Sé það rétt á City þá aðeins eftir að semja við West Ham áður en kaupin geta svo gengið í gegn þegar sumarglugginn opnar.
Paqueta er með átta mörk og sjö stoðsendingar í öllum keppnum á þessari leiktíð.