fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Stjarnfræðilega dýrt að fara á síðasta heimaleik Klopp – Miðar á yfir fimm milljónir

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 09:36

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem vilja kaupa sér miða á síðasta heimaleik Jurgen Klopp sem stjóra Liverpool þurfa að reiða fram ansi hraustlegar fjárhæðir.

Klopp tilkynnti í vetur að yfirstandandi leiktíð yrði hans síðasta sem stjóri Liverpool. Síðasti leikur tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni er gegn Wolves á heimavelli og vonast Klopp og hans menn til að lyfta þar titlinum.

Leikurinn gegn Wolves verður jafnframt sá síðasti með Klopp í brúnni yfirhöfuð ef Liverpool mistekst að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í vor.

Það er löngu uppselt á leikinn gegn Wolves en þó eru miðar til sölu í endursölu.

Ódýrasti slíki miðinn er á rúmlega 250 þúsund íslenskar krónur. Sæti á besta stað kosta þó mun meira og sæti nær varamannabekkjum kosta yfir milljón.

Allra dýrustu sætin, alveg upp við varamannabekk Liverpool, kosta rúmar fimm milljónir íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu