Það er ljóst að Jack Grealish er alls ekki óánægður með þjálfara sinn Pep Guardiola en þeir vinna saman hjá Manchester City.
Grealish hefur ekki átt sitt besta tímabil í vetur og í raun langt frá því og hefur misst byrjunarliðssæti sitt á Etihad vellinum.
Grealish kennir þó Guardiola ekki um það og segir að Spánverjinn sé með ákveðnar kröfur sem leikmenn þurfi að standast.
Englendingurinn bendir á að það sé einn leikmaður í sögunni sem fékk að spila alla leiki undir Guardiola og er það einn besti ef ekki besti leikmaður sögunnar, Lionel Messi.
,,Guardiola? Eina manneskjan í sögunni sem hefur fengið að gera það sem hún vill er Lionel Messi sem er sanngjarnt,“ sagði Grealish.
,,Þú getur ekki efast um það sem Pep hefur gert, hann er ótrúlegur þjálfari og líka góður náungi með gott hjarta.“