Ofurtölvan spáir því að Arsenal vinni ensku úrvalsdeildina eftir úrslit helgarinnar.
Þetta er breyting frá því í síðustu viku þegar Ofurtölvan spáði því að Liverpool myndi sigra deildina með einu stigi.
Arsenal er komið á topp deildarinnar. Það varð ljóst þegar liðið vann Brighton 0-3 á laugardag og Liverpool mistókst svo að vinna Manchester United í gær.
Skytturnar eru með 71 stig, eins og Liverpool en ofar á markatölu. Manchester City er svo í þriðja sæti með 70 stig. Öll liðin eiga sjö leiki eftir.
Ofurtölvan spáir því nú að Arsenal vinni deildina og að aðeins markatala muni skilja liðið og Liverpool að. City verður svo með tveimur stigum minna.
Hér má sjá nýjustu spá Ofurtölvunnar.