U19 ára landslið kvenna mætir Austurríki í lokaleik sínum í undankeppni EM 2024 í fyrramálið.
Ísland er með þrjú stig í þriðja sæti riðilsins. Sigurvegari riðilsins kemst á lokamót EM. Ísland þarf að vinna sigur gegn Austurríki til að eiga möguleika á að vinna riðilinn. Á sama tíma þarf Írland að tapa fyrir Króatíu.
Leikurinn hefst klukkan 10:30 og verður hann í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans.