Halldór Árnason byrjar á sigri sem þjálfari Breiðabliks í Bestu deild karla en hans menn mættu FH í kvöld.
Breiðablik vann 2-0 á Kópavogsvelli en þeir Jason Daði Sveinþórsson og Benjamin Stokke sáu um að skora mörkin.
Halldór ræddi við Stöð 2 Sport eftir leik en stutt brot af viðtalinu var birt í þættinum Stúkan sem er nú í gangi.
,,Það var frábært að halda hreinu, þetta er auðvitað fyrsti leikur og það er smá fiðringur og eitthvað í loftinu en menn gerðu þetta virkilega vel,“ sagði Halldór.
,,Við skorum tvö góð mörk, héldum hreinu og spiluðum vel sem er mjög jákvætt.“