Harry Kane verður kvaddur almennilega sem leikmaður Tottenham en þetta hefur liðsfélagi hans, Eric Dier, staðfest.
Dier og Kane léku lengi saman með Tottenham og náðu flottum árangri en eru í dag leikmenn Bayern Munchen.
Kane ákvað að taka skrefið til Þýskalands í sumar og samdi við Bayern en hann er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.
Daniel Levy, eigandi Tottenham, staðfesti það í samtali við Dier að þeir verði kvaddir á sérstakan hátt heima fyrir.
,,Eftir að hafa talað við Daniel þá veit ég að þeir eru með eitthvað planað fyrir mig og hann,“ sagði Dier.
,,Ég veit ekki meira en það en hann sagði við mig að þetta væri í vinnslu.“