Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fékk að líta rautt spjald í kvöld er lið hans fékk KR í heimsókn í Bestu deild karla.
Þetta kemur fram á Fótbolta.net í kvöld en um var að ræða leik í fyrstu umferð deildarinnar þetta árið.
Fylkir spilaði ágætlega á köflum í leiknum en KR hafði að lokum betur 4-3 og fær þrjú stig í fyrsta leik.
Fótbolti.net greinir einnig frá því að Rúnar hafi ekki mætt í viðtöl eftir leik en hann kvartaði yfir dómgæslunni í viðureigninni.
Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarmaður Rúnars, mætti í viðtöl eftir leik og verður Rúnar væntanlega í leikbanni í næsta leik Fylkis.