Joao Felix sparaði ekki stóru orðin er hann ræddi landa sinn Bernardo Silva í viðtali við Jijantes FC sem er í umsjón Gerard Romero.
Felix er leikmaður Barcelona en hann er í láni hjá félaginu frá Atletico Madrid og hefur staðið sig nokkuð vel í sumar.
Silva er sjálfur sterklega orðaður við Barcelona en hann spilar með Manchester City og vill Felix fátt meira en að fá vin sinn á Nou Camp.
,,Ef ég væri Deco [yfirmaður knattspyrnumála Barcelona] í einn dag þá myndi ég hiklaust kaupa Bernardo Silva,“ sagði Felix.
,,Leyfið þeim að fá hann til Barcelona, hafið þið séð hann spila? Hann er enn betri manneskja.“
,,Ég hef sagt honum að það sé allt til staðar svo hann geti komið til félagsins, ég held að Manchester City muni ekki gera okkur auðvelt fyrir.“
,,Fyrir 50 milljónir.. Ég myndi jafnvel kaupa hann fyrir 60 milljónir.“