Það bíða margir spenntir eftir fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en spilað er á Old Trafford.
Manchester United tekur þar á móti Liverpool í leik þar sem þrjú stig myndu vera afskaplega þýðingarmikil fyrir það síðarnefnda í titilbaráttunni.
United er fyrir leik í sjötta sæti, níu stigum á eftir Tottenham sem er sæti ofar og fer þar beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.
Liverpool getur náð tveggja stiga forystu á toppnum með sigri en Arsenal er fyrir leik í toppsætinu.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Man Utd: Onana, Wan-Bissaka, Maguire, Kambwala, Dalot, Casemiro, Mainoo, Fernandes, Garnacho, Rashford, Höjlund.
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, Van Dijk, Robertson, Endo, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Nunez, Diaz.