Það eru einhverjir sem muna eftir manni að nafni Gavin Peacock sem lék lengi í ensku úrvalsdeildinni.
Peacock er 56 ára gamall í dag en hann gerði garðinn frægan með bæði Newcastle og Chelsea en lagði skóna á hilluna 2001.
Sonur Peacock, Jake, er bardagamaður og spilaði sinn fyrsta bardaga sem atvinnumaður í gær.
Jake vann þennan bardaga nokkuð sannfærandi en athygli vekur að hann er einhentur vegna fæðingargalla.
Þrátt fyrir að geta í raun aðeins notað aðra hendina þá vann Peacock bardaga sinn fyrir framan fjölda manns.
Virkilega vel gert hjá þessum strák en mótherji hans Kohei Shinjo þurfti að játa sig sigraðan eins og má sjá hér fyrir neðan.