Cole Palmer skoraði þrennu fyrir lið Chelsea sem vann Manchester United á dramatískan hátt á fimmtudag.
Palmer var að skora sína fyrstu þrennu í aðalliðsleik en hann skoraði tvö af sínum mörkum úr vítaspyrnu í 4-3 sigri.
Eins og venjan er þá fékk Palmer leikboltann eftir viðureignina og fékk liðsfélaga sína til að árita knöttinn.
Einn liðsfélagi Palmer ákvað að grínast aðeins í félaga sínum og skrifaði einfaldlega á boltann: ‘Ömurlegur leikmaður.’ (e. shit player)
Palmer hefur væntanlega ekki tekið eftir þessu fyrr en of seint en hann birti mynd af sér með boltann eftir lokaflautið.
Hver skrifaði þessi ummæli er óljóst en myndir af þessu má sjá hér.