Cole Palmer var hetja Chelsea á fimmtudag sem vann Manchester United 4-3 í ensku úrvalsdeildinni.
Palmer skoraði þrennu í viðureigninni en tvö af hans mörkum voru úr vítaspyrnu og tvö komu er yfir 100 mínútur voru komnar á klukkuna.
Þessi 21 árs gamli leikmaður var himinlifandi eftir lokaflautið og hefur sjálfur aldrei upplifað annað eins.
,,Ég veit ekki hvernig við fórum að þessu. Við vorum 2-0 yfir og eins og ég sagði í síðustu viku þá gerðum við heimskuleg mistök,“ sagði Palmer.
,,Þegar átta mínútum var bætt við þá fengum við auka orku – þetta var klikkun. Við þurfum að reyna að vinna eins marga leiki og við getum.“
,,Það er ekkert betra en að vinna leiki svona. Ég mun ekki klikka á vítaspyrnu, að skora á síðustu mínútunni er klikkað.“