Sergio Aguero mun snúa aftur á völlinn í sumar og taka þátt í sjö manna móti í Bandaríkjunum.
Þetta hefur verið staðfest en Aguero lagði skóna á hilluna fyrir stuttu síðan vegna hjartavandamála.
Aguero var frábær leikmaður á sínum tíma og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City á Englandi.
Aguero er enn aðeins 35 ára gamall en hann ætlar að spila á TST mótinu í sumar og mun stofna sitt eigið sjö manna lið.
Það eru engin smá verðlaun í boði en sigurlið keppninnar fær eina milljón dollara í verðlaun og verða þar lið eins og Dortmund svo eitthvað sé nefnt.
Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessu ágæta móti í sumar en flautað verður til leiks í júní.