fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Aguero snýr aftur á völlinn í sumar

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. apríl 2024 20:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sergio Aguero mun snúa aftur á völlinn í sumar og taka þátt í sjö manna móti í Bandaríkjunum.

Þetta hefur verið staðfest en Aguero lagði skóna á hilluna fyrir stuttu síðan vegna hjartavandamála.

Aguero var frábær leikmaður á sínum tíma og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City á Englandi.

Aguero er enn aðeins 35 ára gamall en hann ætlar að spila á TST mótinu í sumar og mun stofna sitt eigið sjö manna lið.

Það eru engin smá verðlaun í boði en sigurlið keppninnar fær eina milljón dollara í verðlaun og verða þar lið eins og Dortmund svo eitthvað sé nefnt.

Það verður skemmtilegt að fylgjast með þessu ágæta móti í sumar en flautað verður til leiks í júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“
433Sport
Í gær

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“

Guðrún: „Fannst við hafa yfirhöndina allan tímann“
433Sport
Í gær

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool