Spænska goðsögnin Fernando Torres mun finna sér nýtt starf í sumar og kveður uppeldisfélagið Atletico Madrid.
Frá þessu greina spænskir miðlar en Torres hefur séð um að þjálfa U19 lið félagsins með góðum árangri.
Torres stefnir hærra á sínum þjálfaraferli og gæti mögulega verið að leitast að því að gerast aðalþjálfari.
Torres átti flottan feril sem leikmaður og ásamt því að leika með Atletico spilaði hann með Chelsea og Liverpool.
Torres er enn aðeins fertugur og gerði sér vonir um að taka við B liði Atletico en ekkert verður úr því á þessu ári.