Það er talið að stórstjarnan Neymar sé búin að ákveða það að hann muni ekki spila í Sádi Arabíu árið 2026.
Þetta segja nokkrir blaðamenn í Brasilíu og þar á meðal Ademir Quintino sem starfar fyrir ESPN.
Neymar samdi við lið Al Hilal á síðasta ári en hefur aðeins spilað þrjá leik fyrir liðið hingað til vegna meiðsla.
Brassinn gerði aðeins tveggja ára samning við Al Hilal og er ástæða fyrir því en hann vill enda ferilinn í heimalandinu og hjá uppeldisfélagi sínu, Santos.
Neymar neitaði að krota undir fjögurra ára samning í Sádi og ætlar sér að snúa heim áður en flautað verður til leiks á HM 2026.
Neymar er 32 ára gamall og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Barcelona og Paris Saint-Germain en hann lék með Santos frá 2003 til ársins 2013.