Það kom mörgum á óvart er Marcus Rashford var á bekknum hjá Manchester United gegn Chelsea í gær.
United tapaði þessum leik 4-3 en Chelsea skoraði tvö mörk er yfir 100 mínútur voru komnar á klukkuna til að tryggja sigur.
Rashford kom við sögu í seinni hálfleik en náði ekki að ógna varnarlínu Chelsea sem var meira með boltann undir lokin.
Erik ten Hag, stjóri United, segir að hann hafi verið að hvíla Rashford fyrir næsta stórleik gegn Liverpool á sunnudag.
,,Ég ákvað að hafa Marcus Rashford á bekknum til að halda honum og öðrum ferskum þar sem við eigum annan stórleik á sunnudag,“ sagði Ten Hag.