Crown Plaza hótelið í Ljubljana í Slóveníu hefur sett rúmið sem Cristiano Ronaldo svaf í á uppboð og vilja að minnsta kosti 750 þúsund krónur fyrir rúmið.
Crown Plaza hótelið er ansi glæsilegt en Ronaldo gisti þar í síðustu viku fyrir æfingaleik Portúgals og Slóveníu.
Ronaldo gisti á hótelinu í eina nótt og vill hótelið nú sækja sér aur með að selja rúmið.
Líklegt er talið að einhver bjóði meira en þá upphæð sem er sett á rúmið til að byrja með.
Ronaldo er í stuði þessa dagana en hann hefur skorað tvær þrennur í röð fyrir Al-Nassr í Sádí Arabíu.