Samkvæmt enskum blöðum eru forráðamenn liða á Englandi margir orðnir pirraðir og reiðir á aðferðafræði Sir Jim Ratcliffe, eiganda Manchester United.
Ratcliffe á 27,7 prósenta hlut í United en hann er að breyta öllu bak við tjöldin hjá United.
Þannig er félagið að reyna að ráða inn starfsmenn sem munu hafa mikið að segja um framtíð félagsins.
United fær Omar Berrarda frá Manchester City en Dan Asworth frá Newcastle fær ekki að koma strax því United neitar að borga uppsett verð.
Þá er United á eftir Jason Wilcox frá Southampton en þar er sama sagan, félögin eru ekki sammála um verð.
Það er sagt pirra félög á Englandi hvernig Ratcliffe og hans fólk veður áfram og reynir að fá starfsmenn félaga á miðju tímabili.