Flestir leikmenn Manchester United hafa fundað með Sir Dave Brailsford, nánasta samstarfsmanni Sir Jim Ratcliffe í kaupunum á MAnchester United.
Telegraph fjallar um málið og segir Brailsford hafi tekið fund með flestum leikmönnum og rætt plön þeirra og hugmyndir um framtíðina.
Brailsford sér um daglegan rekstur hjá United fyrir Ratcliffe sem á tæplega 28 prósenta hlut í félaginu.
Ein spurning var þó bönnuð fyrir fund og það var að spyrjast fyrir um Erik ten Hag og vildi Brailsford ekki vita neitt um skoðun leikmanna á honum.
Brailsford taldi það grafa undan Ten Hag að fara að spyrja út í hann og einnig að leyfa leikmönnum að spyrja um Ten Hag og segja sína skoðun á honum.
Taldar eru líkur á því að Ratcliffe og Brailsford vilji reka Ten Hag sem hefur ekki verið sannfærandi í starfi undanfarið.