Alex Kroes verður rekinn úr starfi sem stjórnarformaður Ajax eftir aðeins daga í starfi, hann var settur í bann um helgina.
Kroes tók við sem stjórnarformaður þann 15 mars en nú ætlar félagið að reka hann.
Ástæðan er sú að Kroes hafði keypt hlutabréf í Ajax á hann 17 þúsund hluti í félaginu.
Kroes segist hafa keypt hlutabréfin áður en hann samdi við Ajax um að taka við starfinu.
Kroes samdi við Ajax síðasta sumar en félagið lítur þetta alvarlegum augum og segir þetta bannað í reglum félagsins, að maður með innherja upplýsingar eigi hlut í félaginu.
Kristian Nökkvi Hlynsson er einn af mikilvægustu leikmönnum Ajax en mörg mál hafa truflað félagið undanfarin ár.